mið 24. maí 2017 08:00
Stefnir Stefánsson
Þjálfari Ajax: Dolberg er ekki Zlatan, hann er Dolberg.
Efnilegur
Efnilegur
Mynd: Getty Images
Þjálfari Ajax, Peter Bosz, tók ekki vel í það þegar sænskir fjölmiðlar spurðu hann út í hvort að Kasper Dolberg væri „næsti Zlatan" á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Dolberg sem er aðeins 19 ára gamall á það sameiginlegt með Zlatan að þeir komu báðir upp í gegnum unglingastarf Ajax í Hollandi.

Bosz sagði meðal annars að það gerði engum gott að bera unga danann við sænska goðsögn. Þá sagði hann einnig að Dolberg ætti frekar að einbeita sér að því að verða stjarnan Dolberg, eins og hann orðaði það.

„Ég þoli ekki þegar menn fara að bera saman leikmenn, það verður aldrei neinn annar Zlatan eða Dennis Bergkamp. Dolberg er Dolberg hann er eina útgáfan af sjálfum sér." sagði Bosz.

„Þegar við hófum tímabilið þá var hann einn af mörgum góðum leikmönnum hjá okkur í undir 19 ára liðinu og á undirbúningstímabilinu var mér bent á að fylgjast aðeins með honum. Núna er hann 19 ára gamall að fara að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar, það segir ýmislegt um gæðin sem hann býr yfir." sagði Bosz að lokum en þeirra bíður veglegt verkefni í kvöld þegar Ajax tekur á móti Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner