Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 24. maí 2017 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan verður áfram í Svíþjóð
Zlatan Ibrahimovic í leik með Manchester United
Zlatan Ibrahimovic í leik með Manchester United
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United á Englandi, er mættur á Vina-velli í Stokkhólmi þar sem liðið mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en Zlatan ætlar að vera áfram í Svíþjóð eftir að leiknum lýkur.

Zlatan, sem er 35 ára gamall, gerði 28 mörk í 46 leikjum fyrir United á tímabilinu áður en hann meiddist á hné gegn Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Hann er nú að vinna í því að koma sér aftur á völlinn en hann verður í endurhæfingu næstu mánuði.

Hann er þó mættur til Stokkhólms þar sem hann horfir á United leika gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar. Samkvæmt sænska blaðinu Expressen mun Zlatan halda kyrru í Svíþjóð og fljúga til Malmö.

Þar mun hann fara í endurhæfingu og njóta þess að vera heima hjá sér en hann er uppalinn í Malmö.

Zlatan verður samningslaus í sumar en hann gerði aðeins eins árs samning við United fyrir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner