Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. maí 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Biglia ekki sáttur með landsliðsfélaga sinn
Mynd: Getty Images
Lucas Biglia, miðjumaður Milan, er ekki sáttur með framferði Papu Gomez, fyrirliða Atalanta, og segir þá tvo ekki vera vini.

Biglia og Gomez hafa lengi verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu en sá síðarnefndi fer ekki með á HM.

Biglia var nýbúinn að ná sér eftir slæm bakmeiðsli þegar Atalanta og Milan áttust við í næstsíðasta leik tímabilsins á Ítalíu.

Gomez vissi vel af meiðslunum en tæklaði samlanda sinn harkalega og óþarflega í leiknum.

„Ég vissi af honum á bakvið mig og þess vegna var ég svona reiður. Ég bjóst við að hann myndi biðjast afsökunar á vellinum eða beint eftir leikinn en hann gerði það ekki," sagði Biglia hneykslaður.

Papu baðst afsökunar á Instagram en Biglia gefur lítið fyrir þá afsökun.

„Ég horfi fram á veginn núna en við erum ekki vinir. Við spilum fyrir sama landslið og ekkert annað. Ég nota ekki samfélagsmiðla svo þessi afsökunarbeiðni gerir lítið fyrir mig.

„Til samanburðar þá bað Benevento leikmaðurinn sem meiddi mig til að byrja með afsökunar. Hann kom síðan að hitta mig á spítalanum.

„Ég var svo reiður því ég fann fyrir miklum sársauka eftir tæklinguna og var smeykur um að missa af HM. Eftir leikinn fór ég heim og æfði með sjúkraþjálfaranum til fimm um morguninn."

Athugasemdir
banner
banner
banner