Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fim 24. maí 2018 22:40
Sævar Ólafsson
Binni Gests: Stevie Wonder hefði dæmt þetta betur
Brynjar var langt í frá sáttur við vítaspyrnudóminn
Brynjar var langt í frá sáttur við vítaspyrnudóminn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar heimsóttu nágranna sína í Leikni í kvöld og var niðurstaðan 3-1 tap. Brynjar Gestsson þjálfari ÍR var skiljanlega allt annað en sáttur við niðurstöðuna.
“Við byrjuðum náttúrulega af krafti – það var ekkert mikið að gerast þarna í byrjun hjá þeim” sagði Brynjar Gestsson um byrjun leiksins en svo snerist taflið sökum einstaklingsmistaka sem færðu Leiknismönnum tvo álitlega sénsa sem þeir nýttu sér til hins ýtrasta.


“Einstaklingsmistök hjá honum Nile – hann klikkar bara þarna í tvö skipti - ansi illa og þeir refsa bara þarna með tveimur mörkum. Maður ætlast bara til þess að menn skili þessu betur af sér – þetta er dýrt

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 ÍR

Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiks en gestirnir komu sterkir út úr hálfleiknum.

“2-0 í hálfleik og það þyrfti aðeins að peppa þetta í gang og við komum virkilega ferskir út - síðan er dæmt á okkur þarna víti sem er enginn á vellinum botnar neitt í”

“Ég veit ekki hvað hann sá – eða hvað hann sá ekki, ég hugsa að Stevie Wonder hefði dæmt betur” sagði Brynjar og var skiljanlega ekki sáttur við vítaspyrnudóminn umdeilda.

“Við vildum vera aðeins hraðari og meira direct og hefðum alveg getað gert þarna þrjú, fjögur mörk” bætti Brynjar svo við en hans menn mættu beittari út úr hálfleiknum.

“Þetta er sama sagan – við erum alltaf að spila alveg glimrandi vel í síðari hálfleik eftir að vera lentir 2-0 undir – en þú getur ekki gefið þetta forskot, þú getur það ekki” sagði Brynjar en þetta var annar leikurinn í röð sem lærisveinar hans lenda 2-0 undir.

Sökum tæknilegra mistaka er viðtalið því miður ekki í landscape og er beðist forláts á því en viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner