Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 24. maí 2018 13:47
Arnar Daði Arnarsson
Björn um borgina Rostov: Húsin eru frekar skuggaleg
Icelandair
Björn á landsliðsæfingunni í dag.
Björn á landsliðsæfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög gaman. Það hefur reyndar verið frekar slæmt veður að undanförnu en geggjað að vera kominn loksins hingað á völlinn og fara að æfa með strákunum," sagði framherjinn, Björn Bergmann Sigurðarson leikmaður Rostov í Rússlandi og íslenska landsliðsins.

„Þetta byrjar almennilega núna þegar við hittumst lokahópurinn og byrjum að æfa og gerum okkur klára fyrir þessa leiki á HM," sagði Björn sem er að fara á sitt fyrsta stórmót á ferlinum.

Hann fór úr axlarlið fyrir mánuði síðan en segist vera orðinn góður af þeim meiðslum núna.

„Ég var svolítið að strögla eftir að hafa dottið úr axlarliðnum en síðan náði ég síðasta leiknum með Rostov. Ég er orðinn góður núna og er alveg klár."

Björn gekk í raðir Rostov í upphafi árs frá norska félaginu Molde. Hann segir að landið sjálft og rússneska deildin hafi komið sér á óvart.

„Þetta er betri fótbolti en ég bjóst við og það kom mér á óvart hversu miklu stærra þetta er. Þetta hefur verið mjög gaman," sagði Björn sem segir að það bjarga sér að vera með tvo aðra Íslendinga í liðinu, þá Sverri Inga Ingason og Ragnar Sigurðsson.

„Þegar ég fór þangað fyrst þá vissi ég að Sverrir var þarna og það var mjög mikilvægt að vera með einhvern sem gat talað íslensku. Rússarnir eru ekki alveg að höndla enskuna. Síðan kemur Raggi (Ragnar Sigurðsson) aðeins seinna og að hafa þessa tvo frábæra náunga með sér, það bjargar málunum."

„Það var smá menningarsjokk fyrst en þegar þú venst því þá er þetta bara skemmtilegt. Það er allt í Rostov sem maður þarf. Húsin eru reyndar frekar skuggaleg. Maturinn og allt þarna er í topp klassa."

Heimamenn í Rostov eru spenntir fyrir Heimsmeistaramótinu.

„Þeir eru að mér finnst spenntari en við sjálfir. Þeir eru mjög stoltir af því að vera með þrjá Íslendinga í liðinu sem eru að fara á HM. Ekki skemmir fyrir að við erum að fara spila á heimavelli Rostov, þeir eru mjög spenntir fyrir þessu," sagði framherjinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner