Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 24. maí 2018 08:00
Ingólfur Stefánsson
Emery mun ræða við alla leikmenn um framtíð þeirra
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Unai Emery var í gær ráðinn stjóri Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Emery ætlar sér stóra hluti hjá Arsenal og vill gera liðið að því besta í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Á sínum fyrsta fréttamannafundi sem þjálfari Arsenal var Emery spurður út í leikmannamál Arsenal.

„Ég hef þegar rætt við Ivan Gazidis og fólkið sem vinnur hjá félaginu og það er mikilvægt að fá allar upplýsingar sem fyrst svo ég geti vitað hvernig ég get þróað liðið."

„Ég þekki alla leikmennina hér og ég held þeir geti allir verið mikilvægir fyrir okkur. Ég mun ræða við þá alla undir fjögur augu."


Emery var spurður út í framtíð Jack Wilshere hjá félaginu en samningur miðjumannsins rennur út í sumar.

„Ég vill ekki ræða um einstka leikmenn í dag. Þetta er mikilvægt mál fyrir okkur, þessi leikmaður er mikilvægur."
Athugasemdir
banner
banner
banner