Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   fim 24. maí 2018 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi hefur æfingar með landsliðinu - Gæti spilað vináttuleikina
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við fjölmiðlamenn í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við fjölmiðlamenn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að ganga vel síðustu tvær vikur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson er hann ræddi um meiðsli sín á landsliðsæfingu í dag.

Gylfi var einn af þeim níu sem bættust við æfingahóp íslenska landsliðsins í dag, en það styttist í fyrsta leik á HM með hverjum deginum.

Eins og öll þjóðin veit hefur Gylfi verið að glíma við meiðsli. Hann fór meiddur af velli í leik með Everton í mars og hefur ekkert spilað síðan þá, en hann er að koma til baka núna.

„Það er enn nægur tími í mót þannig að við flýtum okkur hægt, við erum ekki að taka neina óþarfa sénsa," sagði Gylfi.

„Ég mun eitthvað æfa með liðinu í dag, en ekki alveg á fullu. Ef það væri leikur í næstu viku þá myndi ég geta æft þannig séð. Það er spursmál að gera réttu hlutina nægilega mikið og vera ekki að ofreyna á þetta eða byrja of snemma."

„Hugurinn er búinn að róast, ég get allt sem ég þarf að gera. Ég er með það markmið að vera klár eftir einhverjar vikur þegar við erum mættir til Rússlands."

Framundan eru vináttulandsleikir við Gana og Noreg á Laugardalsvelli.

„Planið er að ég fái einhverjar mínútur þar, en ég held að aðalatriðið sé að æfa sem mest. Það væri frábært að spila í þessum leikjum," segir Gylfi."

Aðspurður út í hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti óttast að missa af HM, segir Gylfi:

„Auðvitað fór það strax í gegnum kollinn á manni. Það var svolítið "panikk", sérstaklega daginn eftir meiðslin þegar ég gat ekki hreyft hnéð, þá var maður svolítið hræddur. En sem betur fer, þá vonandi er þetta að hafast."

„Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við komumst á HM, en þetta er búið að vera svolítið skrítið, öll einbeitingin hefur verið á meiðslunum, að reyna að halda sér jákvæðæum og koma sér í gegnum þetta. En þegar maður byrjar að æfa núna með liðinu, þá kemur spennan með. Við munum fara í alla leiki til að vinna, við erum ekki að fara bara til að taka þátt," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner