Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
   fim 24. maí 2018 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi hefur æfingar með landsliðinu - Gæti spilað vináttuleikina
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við fjölmiðlamenn í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við fjölmiðlamenn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að ganga vel síðustu tvær vikur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson er hann ræddi um meiðsli sín á landsliðsæfingu í dag.

Gylfi var einn af þeim níu sem bættust við æfingahóp íslenska landsliðsins í dag, en það styttist í fyrsta leik á HM með hverjum deginum.

Eins og öll þjóðin veit hefur Gylfi verið að glíma við meiðsli. Hann fór meiddur af velli í leik með Everton í mars og hefur ekkert spilað síðan þá, en hann er að koma til baka núna.

„Það er enn nægur tími í mót þannig að við flýtum okkur hægt, við erum ekki að taka neina óþarfa sénsa," sagði Gylfi.

„Ég mun eitthvað æfa með liðinu í dag, en ekki alveg á fullu. Ef það væri leikur í næstu viku þá myndi ég geta æft þannig séð. Það er spursmál að gera réttu hlutina nægilega mikið og vera ekki að ofreyna á þetta eða byrja of snemma."

„Hugurinn er búinn að róast, ég get allt sem ég þarf að gera. Ég er með það markmið að vera klár eftir einhverjar vikur þegar við erum mættir til Rússlands."

Framundan eru vináttulandsleikir við Gana og Noreg á Laugardalsvelli.

„Planið er að ég fái einhverjar mínútur þar, en ég held að aðalatriðið sé að æfa sem mest. Það væri frábært að spila í þessum leikjum," segir Gylfi."

Aðspurður út í hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti óttast að missa af HM, segir Gylfi:

„Auðvitað fór það strax í gegnum kollinn á manni. Það var svolítið "panikk", sérstaklega daginn eftir meiðslin þegar ég gat ekki hreyft hnéð, þá var maður svolítið hræddur. En sem betur fer, þá vonandi er þetta að hafast."

„Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við komumst á HM, en þetta er búið að vera svolítið skrítið, öll einbeitingin hefur verið á meiðslunum, að reyna að halda sér jákvæðæum og koma sér í gegnum þetta. En þegar maður byrjar að æfa núna með liðinu, þá kemur spennan með. Við munum fara í alla leiki til að vinna, við erum ekki að fara bara til að taka þátt," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner