Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 24. maí 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi um brottrekstur Allardyce: Hann gerði mjög góða hluti
Gylfi fagnar marki með Everton í vetur.
Gylfi fagnar marki með Everton í vetur.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, eða Stóri Sam eins og hann er gjarnan kallaður, var rekinn frá Everton eftir að tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lauk.

Allardyce tók við Everton af Ronald Koeman í nóvember en þá var liðið í fallbaráttu. Undir stjórn Sam klifraði Everton upp töfluna undir og endaði í 8. sæti ensku deildarinnar.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Everton. Hann var spurður út í brottrekstur Stóra Sam á æfingu íslenska landsliðsins í dag.

„Það er búið að vera gríðarlega mikil umfjöllun um hann og aðra stjóra í kringum klúbbinn, en hann gerði mjög góða hluti eftir að hann kom inn. Við vorum í neðri hluta töflunnar þegar hann kom inn. Hann kann að sækja þrjú stig," sagði Gylfi.

„Fótboltinn er eins og hann er, það er mikið skipt um stjóra. Þetta er einn af þessum hlutum sem við leikmenn getum ekkert gert í."

Hávær orðrómur er um að Portúgalinn Marco Silva verði næsti stjóri Everton. Gylfi vill fá stjóra sem helst í starfi þar sem stjóraskipti hafa verið tíður hlutur á ferli hans síðustu ár.

„Þetta er búið að vera tíður hlutur í mínum ferli síðustu tvö, þrjú ár. Það væri mjög þægilegt að fá þjálfara sem kemur inn og stendur sig vel og verður hjá klúbbnum einhver fjögur, fimm, sex ár."

Sjá einnig:
Íslenskir aðdáendur fagna brotthvarfi Stóra Sam
Gylfi hefur æfingar með landsliðinu - Gæti spilað vináttuleikina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner