Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. maí 2018 12:14
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvað tekur við hjá Rúrik
Leysti ýmsar stöður hja Sandhausen
Icelandair
Rúrik Gíslason á æfingu í dag.
Rúrik Gíslason á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvar Rúrik Gíslason spilar á næsta tímabili en samningur hans hjá Sandhausen í þýsku B-deildinni er að renna út.

Rúrik samdi við Sandhausen út tímabilið þegar hann kom til félagsins í janúar. Rúrik kom til Sandhausen frá Nurnberg þar sem hann var úti í kuldanum. Sandhausen vill halda Rúrik en óvíst er hvort hann verði áfram þar.

„Þetta er óráðið. Ég er með samningstilboð frá þeim og mun skoða mín mál eftir Heimsmeistaramótið," sagði Rúrik við Fótbolta.net í dag.

Rúrik skoraði þrjú mörk í fimmtán leikjum með Sandhausen en liðið endaði í 11. sæti i þýsku B-deildinni.

„Þetta var það sem ég þurfti. Ég var með þjálfara sem hafði mikla trú á mér. Það var góð tilfinning að vera í byrjunarliðinu þó maður hafi farið í ferðalag með landsliðinu. Það var borin virðing fyrir mér og það er það sem ég þurfti á þessum tímapunkti," sagði Rúrik sem prófaði nýjar stöðu hjá Sandhausen eftir að hafa lengst af á ferlinum verið á kanti.

„Eftir langan tíma á bekknum hjá Nurnberg er ótrúlegt hvað maður kann að meta þann tíma sem maður fær inn á. Ég var að spila sem vængbakvörður, framherji og bakvörður í fjögurra manna línu. Ég var að spila ýmsar stöður og hafði gaman að þessu öllu."
Athugasemdir
banner
banner