Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 24. maí 2018 17:00
Mist Rúnarsdóttir
Raggi Sig: Þeir elska Íslendinga
Icelandair
Raggi hitar  upp á æfingu dagsins ásamt Ólafi Inga
Raggi hitar upp á æfingu dagsins ásamt Ólafi Inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net náði tali af landsliðsmanninum Ragnari Sigurðssyni fyrir æfingu íslenska liðsins fyrr í dag. Nú er stór hluti íslenska hópsins kominn saman og lokaundirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið í fullum gangi. Áður en íslenska liðið heldur til Rússlands spilar það tvo æfingaleiki hér heima og Raggi telur leikina mikilvæga í fínpússun fyrir þátttöku á Heimsmeistaramótinu.

„Það er mjög mikilvægt. Þegar við spilum þessa leiki er búið að líða svolítill tími síðan við spiluðum síðast alvöru leik. Þetta er gott upp á leikformið.“

„Við ætlum náttúrulega að reyna að vinna þá. Við erum reyndar ekki alltaf þeir sterkustu í æfingaleikjunum en ég held að þetta verði öðruvísi. Þetta er svo mikilvægur undirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið þannig að ég hugsa að við verðum alveg mættir til leiks.“


Þjóðin er að fara á límingunum en Raggi segir að sjálfur sé hann ekki kominn með fiðrildi í magann ennþá.

„Það er ennþá svolítið langt í þetta. Ég held að fiðringurinn byrji þegar við förum allir saman til Rússlands og maður finnur fyrir stemmningunni þar. Ég held að þá kikki þetta inn.“

Raggi þekkir sjálfur vel til í Rússlandi enda á mála hjá rússneska liðinu Rostov og hefur áður spilað með bæði Krasnodar og Rubin Kazan. Hann segir Rostov vera magnaða borg og hlakkar til að kynna liðsfélagana fyrir landinu.

„Rostov er geggjuð borg. Ég er búinn að eiga frábæra 3-4 mánuði þar með strákunum og ég held það eigi eftir að koma hinum strákunum á óvart hvað það er næs í Rússlandi.“

„Það er svaka stemmning og það hafa ótrúlega margir sagt við mig að þeir muni halda með okkur þegar að Rússarnir detta út. Við erum alveg með gott back up. Þeir elska Íslendinga þarna úti. Ég held að okkar fólk sem mætir geti verið alveg slakt og notið stemmningarinnar,“ sagði varnarjaxlinn meðal annars en nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner