Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. maí 2018 17:54
Elvar Geir Magnússon
Sara Björk fór meidd af velli í úrslitaleiknum - Framlenging að hefjast
Sara liggur meidd a vellinum.
Sara liggur meidd a vellinum.
Mynd: Getty Images
Í þessum skrifuðu orðum er að hefjast framlenging í viðureign Wolfsburg og Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna. Staðan er markalaus en leikurinn fer fram í Kænugarði.

Á 57. mínútu þurfti Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðskona að fara af velli vegna meiðsla. Það var enginn leikmaður nálægt henni þegar hún fór að stinga niður fæti og lá svo eftir á grasinu.

Hún þurfti aðstoð við að fara út af vellinum og virkaði þjáð en ekki er vitað hvort um tognun hafi verið að ræða eða alvarlegri meiðsli.

Ekki er langt í næsta landsleik en Sara er lykilmaður Íslands í baráttunni um að komast á HM í Frakklandi. Leikið verður gegn Slóveníu 11. júní á Laugardalsvelli. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er meðal áhorfenda á leiknum í Kænugarði.

Fylgst er með gangi mála í úrslitaleik Wolfsburg og Lyon í úrslitaþjónustu á forsíðu en Lyon komst mun nær því að skora í hefðbundnum leiktíma. Þá er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.


Uppfært 18:18:

Athugasemdir
banner
banner