fim 24. maí 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Sara Björk: Hugarfarið ástæðan fyrir því að ég er hér
Sara verður í eldlínunni með Wolfsburg í dag.
Sara verður í eldlínunni með Wolfsburg í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir spilar klukkan 16:00 í dag með Wolfsburg gegn Lyon í úrslitum Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram Kiev. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá leiknum.

Hin 27 ára gamla Sara er í ítarlegu viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag.

Þar talar hún um leið sína á fótboltaferlinum í átt að úrslitaleiknum í dag.

„Það er eng­in til­vilj­un að ég sé hérna í dag. Ég hef unnið fyr­ir hverri ein­ustu mín­útu. Ég held að ég sé gott dæmi um það að mik­il vinna skili meiru en meðfædd­ir hæfi­leik­ar,“ segir Sara við Morgunblaðið.

„Ég er ekki fædd sem ein­hver frá­bær fót­bolta­kona, ég hef bara unnið gríðarlega mikið að því að kom­ast þangað sem ég er í dag. Ég hef gert fullt af æf­ing­um sem eng­inn veit af og eng­inn sér mig gera, og all­ar þess­ar aukaæf­ing­ar hafa klár­lega komið mér hingað. Ég hef alltaf lagt 100 pró­sent í allt sem ég geri."

„Minn innri styrk­ur, hug­ar­farið mitt, er eitt það besta sem ég hef og í gegn­um tíðina hef ég oft séð hverju það skil­ar þegar ég fæ sæti í byrj­un­arliði í stað leik­manns sem hef­ur kannski mikla tækni­lega hæfi­leika. Hug­ar­farið get­ur fleytt manni ansi langt og er ástæðan fyr­ir því að ég er hér."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner