Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 24. maí 2018 16:15
Magnús Már Einarsson
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2020 í Istanbul
Liverpool vann síðast þegar úrslitaleikurinn fór fram í Istanbul.
Liverpool vann síðast þegar úrslitaleikurinn fór fram í Istanbul.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 2020 fer fram á Ataturk leikvanginum í Istanbul í Tyrklandi. Þetta var staðfest í dag.

Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár en sá leikur fer fram í Kiev í Úkraínu.

Stuðningsmenn Liverpool eiga góðar minningar frá Istanbul en úrslitaleikurinn fór fram þar árið 2005. Liverpool kom þá til baka og vann Meistaradeildina eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik gegn AC Milan.

Ataturk leikvangurinn tekur 76 þúsund áhorfendur í sæti og spilað verður aftur þar til úrslita árið 2020.

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar árið 2020 fer fram í Gdansk í Póllandi og leikurinn um Ofurbikar Evrópu fer fram á Dragao leikvanginum í Portúgal.

Á næsta ári verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á Wanda Metropolitano leikvanginum, heimavelli Atletico Madrid á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner