Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   mán 24. júní 2013 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Ellert: Ég var bara að reyna að vekja Fjalar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellert Hreinsson, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var ánægður með 1-0 sigur liðsins á Val í dag.

Ellert skoraði sigurmarkið fyrir Blika eftir laglega sókn, en það skóp þrjú stig fyrir Blika sem sitja nú í fjórða sætinu.

,,Mjög ánægður, gerist varla sætara en þetta. Alltaf gaman að skora, en fyrst og fremst var þetta frábær varnarleikur sem skilaði þessum sigri í dag," sagði Ellert.

,,Hvorugt liðið gaf færi á sér í fyrri hálfleik, en svo náðum við þessu marki í seinni hálfleik og eftir það héldum við öguðum og þéttum varnarleik, þetta var einhvern veginn aldrei í hættu."

,,Við þiggjum alltaf þrjá punkta hvernig sem þeir koma. Við horfum fram að næsta leik og tökum einn leik í einu en við erum með okkar markmið og þetta er skref í átt að okkar markmiðum."


Ellert hljóp inn í Fjalar Þorgeirsson, markvörð Vals í leiknum og fékk að launum gult spjald, en Ellert skildi ekkert í því.

,,Ég var bara að reyna aðeins að vekja hann, mér fannst hann vera fölur. Ég átta mig ekki á því hvað ég að gera í þessari stöðu, ég er kominn á ferð og mér fannst hann hlaupa inn í mína hlaupalínu, en ætli þetta sé ekki reynslan hjá kallinum," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner