PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
   mán 24. júní 2013 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Ellert: Ég var bara að reyna að vekja Fjalar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellert Hreinsson, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var ánægður með 1-0 sigur liðsins á Val í dag.

Ellert skoraði sigurmarkið fyrir Blika eftir laglega sókn, en það skóp þrjú stig fyrir Blika sem sitja nú í fjórða sætinu.

,,Mjög ánægður, gerist varla sætara en þetta. Alltaf gaman að skora, en fyrst og fremst var þetta frábær varnarleikur sem skilaði þessum sigri í dag," sagði Ellert.

,,Hvorugt liðið gaf færi á sér í fyrri hálfleik, en svo náðum við þessu marki í seinni hálfleik og eftir það héldum við öguðum og þéttum varnarleik, þetta var einhvern veginn aldrei í hættu."

,,Við þiggjum alltaf þrjá punkta hvernig sem þeir koma. Við horfum fram að næsta leik og tökum einn leik í einu en við erum með okkar markmið og þetta er skref í átt að okkar markmiðum."


Ellert hljóp inn í Fjalar Þorgeirsson, markvörð Vals í leiknum og fékk að launum gult spjald, en Ellert skildi ekkert í því.

,,Ég var bara að reyna aðeins að vekja hann, mér fannst hann vera fölur. Ég átta mig ekki á því hvað ég að gera í þessari stöðu, ég er kominn á ferð og mér fannst hann hlaupa inn í mína hlaupalínu, en ætli þetta sé ekki reynslan hjá kallinum," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner