Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum sáttur með sigurinn á Val í kvöld.
,,Erfiður leikur, góður andstæðingur, sem er sterkt lið Vals og búið að vera feykilega sterkt í sumar og var það í þessum leik. Við vorum að koma úr 120 mínútum á fimmtudaginn á móti Akranesi og lögðum leikinn þannig upp án þess að gera leikmenn meðvitaða um það," sagði Ólafur.
,,Við skrúfuðum á ákveðnum hnöppum í hálfleik og mér fannst við smám saman ná góðum tökum á leiknum og kremja hann eins og maður segir, þeir áttu ekki séns gegn öftustu línunni okkar og varnarleik."
Breiðablik er komið í fjórða sætið með 16 stig, einu stigi fyrir ofan Val sem er í fimmta sætinu.
,,Þrjú stig sem koma í sarpinn og telja jafn mikið og öll önnur, eins og fyrir leikinn að það var ljóst að ynnum við ekki leikinn þá færu Valsarar fram úr okkur og það vildum við ekki láta gerast," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir