Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. júní 2014 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Blikar lögðu Akureyringa
Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór/KA 0 - 1 Breiðablik
0-1 Guðrún Arnardóttir ('70)

Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark leiksins er Breiðablik lagði Þór/KA á Þórsvelli á Akureyri.

Guðrún skoraði furðulegt mark eftir hornspyrnu þar sem boltinn hafði viðkomu í maga hennar og þaðan fór hann í netið.

Þetta er fyrsta tap Akureyringanna á tímabilinu og eru Blikastúlkur nú í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum frá Þór/KA sem er í öðru sæti.

Heimamenn voru sterkari í leiknum en tókst ekki að gera góða hluti fyrir framan markið og sárt tap staðreynd.
Athugasemdir
banner