Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 24. júní 2016 22:36
Arnar Ingi Ingason
Kópavogsvelli
Addi Grétars: Hefðum mátt vera grimmari
Addi var flottur í tauinu í kvöld sem fyrr.
Addi var flottur í tauinu í kvöld sem fyrr.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Maður er náttúrulega svekktur að gera jafntefli á heimavelli“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi deild karla eftir jafntefli gegn Valsmönnum á Kópavogsvelli í kvöld.

„Fyrri hálfleikur var svolítið klafs og lítið um færi en mér fannst samt vera meira líf í seinni hálfleiknum. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn svona fyrsta hálftímann, vorum mun betri, héldum boltanum nánast allan tímann og fengum einhverja möguleika á því að skapa okkur dauðafæri. Á síðasta korterinu komu Valsmenn vel inn í þetta.“

„Fyrirfram hefði maður viljað fá þrjú [stig] hérna heima en við vitum það að við erum að spila á móti mjög góðu Valsliði. Þegar maður fer í gegn um leikinn þá held ég að bæði lið geti verið sátt með þetta eina stig. Auðvitað er maður samt ósáttur við það.“

Oliver og Atli Sigurjónssynir voru ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag vegna meiðsla, en verða þeir lengi frá?

„Oliver er meiddur en ég á von á því að hann verði klár á móti lettneska liðinu (FK Jelgava) í næstu viku og vona líka að Atli Sigurjóns verði klár þá.“

„Það voru vissulega jákvæðir punktar eins og að halda hreinu og það er hægt að taka sitt lítið úr þessum leik en við hefðum mátt vera aðeins grimmari í seinni hálfleik, sækja aðeins meira.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner