Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júní 2016 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: FourFourTwo 
Birkir Bjarnason fékk sitt fyrsta tækifæri hjá Roy Hodgson
Icelandair
Birkir er búinn að eiga þrusugott mót
Birkir er búinn að eiga þrusugott mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn öflugi, Birkir Bjarnason, fékk sitt fyrsta tækifæri í aðalliðshóp undir stjórn Roy Hodgson hjá Viking í Stavangri.

Þetta gerðist fyrir 11 árum síðan þegar hinn 17 ára gamli Birkir Bjarnason var valinn í hóp hjá Viking fyrir leik gegn CSKA Sofia frá Búlgaríu í þá sem kallað var UEFA-bikarinn. Birkir kom inn á og spilaði síðustu 12 mínúturnar í 2-0 tapi.

„Birkir er mjög ungur og á framtíðina fyrir sér," sagði Roy Hodgson þá um Birki. „Hann er algjör íþróttamaður, góður á boltann og með jákvætt viðhorf. Hann er með enga sérstaka veikleika, er góður bæði fram á við og til baka. Ég er viss um það að ferill hans muni þróast í rétta átt."

Birkir flutti aðeins 11 ára gamall til Noregs og hóf að spila með litlum liðum. Hann gekk síðan í raðir Viking og þar var Roy Hodgson að þjálfa.

Hodgson var á sínu öðru tímabili og gaf Birki sitt fyrsta tækifæri með aðalliði félagsins. Hodgson tók síðan við finnska landsliðinu og eftir fimm ár hjá Viking fór Birkir til Belgíu og samdi við Standard Liege.

Hodgson þjálfar í dag, eins og flestir vita enska landsliðið, en á meðan leikur Birkir Bjarnason með Basel í Sviss og er lykilmaður í íslenska landsliðinu.

Þeir félagar munu mætast þegar England og Ísland eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi á mánudaginn næsta og verður það svo sannarlega fróðlegt að sjá hvernig það fer.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner