Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 24. júní 2016 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Vals: Oliver og Glenn ekki með
Oliver hefur verið að glíma við meiðsli
Oliver hefur verið að glíma við meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Valur mætast í stórleik í Pepsi-deild karla sem hefst klukkan 20:00.

Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og byrjunarliðin eru klár, en þau má sjá hér að neðan.

Breiðablik er fyrir leikinn í 3. sæti með 15 stig, en Valsmenn eru með tíu stig í 7. sæti.

Til þess að fara í beina textalýsingu smelltu hér.

Hjá Blikum eru tvær breytingar gerðar frá síðasta leik. Oliver Sigurjónsson og Jonthan Glenn eru ekki með og í þeirra stað koma Gísli Eyjólfsson, sem kallaður var til baka úr láni í dag, og Guðmundur Atli Steinþórsson.

Valur gerir einnig tvær breytingar á sínu liði frá 1-0 tapinu gegn FH. Kristinn Ingi Halldórsson og Sindri Björnsson koma inn fyrir Kristinn Freyr Sigurðsson og Andra Adolphsson.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
22. Ellert Hreinsson
23. Daniel Bamberg
29. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið Vals:
25. Anton Ari Einarsson (m)
5. Guðjón Pétur Lýðsson
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Nikolaj Andreas Hansen
13. Rasmus Steenberg Christiansen
15. Sindri Björnsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner