banner
   fös 24. júní 2016 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Þróttar R. og Fjölnis: Solberg inn fyrir Viðar Ara
Marcus Solberg er í byrjunarliði Fjölnis í dag
Marcus Solberg er í byrjunarliði Fjölnis í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Þróttar úr Reykjavík og Fjölnis í Pepsi-deild karla hefst á slaginu 20:00.

Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér að neðan. Fyrir leikinn er Fjölnir í 2. sæti með 16 stig, einu stigi á eftir FH. Þróttur er í meiri vandræðum, en liðið er með sjö stig í næstneðsta sæti.

Til þess að fara í beina textalýsingu smelltu hér.

Þróttur spilaði síðast í deildinni 5. júní, en frá þeim leik gerir liðið þrjár breytingar. Davíð Þór Ásbjörnsson, Dean Lance Morgan Plues og Aron Þórður Albertsson koma inn í liðið á kostnað Vilhjálms Pálmasonar, Viktors Unnars Illugasonar og Thiago Pinto Borges.

Fjölnir vann frækinn sigur á KR í síðasta leik, en frá þeim leik er ein breyting. Viðar Ari Jónsson er ekki með í dag, en í hans stað kemur Marcus Solberg inn í liðið.

Byrjunarlið Þróttar R:
1. Arnar Darri Pétursson (m)
2. Callum Brittain
10. Brynjar Jónasson
11. Dion Jeremy Acoff
14. Sebastian Steve Cann-Svärd
15. Davíð Þór Ásbjörnsson
17. Ragnar Pétursson
18. Dean Lance Morgan Plues
19. Karl Brynjar Björnsson
22. Aron Þórður Albertsson
23. Aron Lloyd Green

Byrjunarlið Fjölnis:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
3. Daniel Ivanovski
4. Gunnar Már Guðmundsson
5. Tobias Frank Salquist Nielsen
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
10. Martin Lund Pedersen
18. Marcus Solberg Mathiasen
20. Birnir Snær Ingason
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner