Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júní 2016 22:13
Daníel Rúnarsson
Heimir: Ég ætla að vona að við bætum okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann í kvöld 1-0 sigur á liði Fylkis í Pepsi-deildinni. Heimir Guðjónsson var ánægður með að FH-liðið hélt hreinu þriðja leikinn í röð en vill þó sjá færanýtingu sinna manna batna það sem eftir lifir sumars.

Sigur FH í kvöld var þriðji 1-0 sigurinn í röð og var Heimir ánægður með að halda núllinu, en er frammistaða liðsins nægjanlega góð til að verða Íslandsmeistari í haust?

"Þetta hefur hingað til verið nóg, við gefum fá færi á okkur. Færanytingin mætti vera betri, í seinni hálfleik sköpuðum við fín færi og hefðum mátt koma inn öðru marki en á meðan staðan er 1-0 getur auðvitað ýmislegt gerst. En við höfum náð að halda þessu í núllinu og það er jákvætt."

FH-liðið byrjaði báða hálfleikana af krafti en svo fjaraði undan. Hefur Heimir einhverja skýringu á því?

"Í fyrri hálfleik þá byrjuðum við ágætlega en svo datt botninn úr þessu. Fylkir stjórnaði tempóinu í leiknum. Við náðum að kýla það upp í byrjun seinni hálfleiks en þegar leið á seinni hálfleikinn voru menn farnir að hugsa um að halda markinu hreinu í stað þess að sækja annað mark. en engu að síður fengum við góða möguleika itl að skora fleiri mörk."

Leikurinn í kvöld fór fram í því sem kalla má EM pásu, finnur Heimir mikið fyrir því að athyglin er ekki á Pepsi-deildinni eins og er?

"Jú auðvitað spilar það inn í og líka það að landsliðinu hefur gengið frábærlega úti og eðlilega er fókusinn á því og þ að kemur niður á áhorfendafjölda í deildinni en þetta er svosem ekki eitthvað sem við höfum ekki lent í áður og þá þarf þetta svolítið að koma innan frá og mér finnst við hafa leyst það a´gætlega og svo þegar EM lýkur þá fyllast stúkurnar aftur þannig að þetta verður bara jákvætt um miðjan júlí"

Þó svo að FH-liðið sitji á toppi deildarinnar hafa sigrarnir undanfarið verið á tæpasta vaði, þarf liðið að bæta sig til að landa stóra tiltinum í haust?

"Ég ætla að vona að við bætum okkur, mér finnst vera forsendur fyrir því að við getum bætt okkur og spilað betur. við þurfum bara að leggja hart að okkur á æfingasvæðinu og þá kemur það."
Athugasemdir
banner