Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. júní 2016 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hiroshi Kiyotake til Sevilla (Staðfest)
Hiroshi Kiyotake er farinn til Spánar
Hiroshi Kiyotake er farinn til Spánar
Mynd: Getty Images
Sevilla er búið að festa kaup á hinum japanska Hiroshi Kiyotake.

Kiyotake kemur frá Hannover í Þýskalandi og gerir fjögurra ára samning við Sevilla.

Hann er framliggjandi miðjumaður, en hann skoraði 10 mörk í 55 leikjum yfir þau tvö tímabil sem hann spilaði hjá Hannover.

Hannover féll úr þýsku Bundesligunni á nýliðnu tímabili og Kiyotake ákvað því að róa á önnur mið.

Sevilla vann Evrópudeildina eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik og mun því spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

„Möguleikinn að spila í Meistaradeildinni gerði þessa ákvörðun auðvelda," sagði Kiyotake.

„Það eru tvö ár í HM og því þessi er tímasetning mjög góp upp á landsliðið að gera." Leikmaðurinn á 35 landsleiki fyrir Japan.
Athugasemdir
banner
banner
banner