Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júní 2016 13:08
Elvar Geir Magnússon
McManaman: Ísland með fá vopn sem geta skaðað England
Icelandair
Steve McManaman.
Steve McManaman.
Mynd: Guardian
„Ef England tapar gegn Íslandi á mánudag verður það draugur sem mun elta þá sem að málinu koma til eilífðar," segir Steve McManaman, fyrrum leikmaður Real Madrid og Liverpool.

McManaman er staddur í Frakklandi á Evrópumótinu að starfa sem sparkspekingur.

„Roy Hodgson getur ekki trúað eigin heppni þar sem hann er á leið í leik í 16-liða úrslitum eftir að hafa mætt þremur meðalliðum í riðlinum - með fullri virðingu fyrir Wales - og er á leið í leik gegn litla Íslandi."

„England hefur fengið óskaleið í keppninni en það er varla hægt að ímynda sér ástandið ef liðið fellur úr leik gegn Íslandi í Nice. Vonbrigði Englands á stórmótum eru ofarlega í hugum manna en þetta yrði eitthvað allt annað."

„Ísland er fámenn þjóð sem hefur ekki afrekað neitt af viti í alþjóðlegum fótbolta svo það eru engar afsakanir gildar. England verður og á að vinna til að búa til spennandi leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum."

McManaman er ekki í vafa um að Ísland sé hentugra verkefni fyrir Englendinga en að mæta Portúgal.

„Þrátt fyrir að portúgalska liðið hafi ekki heillað á þessu móti væri ég með miklu meiri áhyggjur sem stuðningsmaður enska landsliðsins ef það væri mótherji okkur. Ég gef Íslandi hrós, liðið gerði vel með því að komast upp úr riðli sínum og átti allan rétt á að fagna sigurmarkinu gegn Austurríki. En sannleikurinn er sá að Ísland hefur ekki mörg vopn sem geta skaðað England," segir McManaman.

„Gylfi Sigurðsson ógnar úr föstum leikatriðum en þau hafa ekki heillað mig of mikið í keppninni. England ætti að vera of stór biti fyrir Ísland. England hefur verið í basli með andstæðinga sem liggja til baka og spila skyndisóknarbolta í mótinu. Ísland mun spila þannig gegn Englandi og vonandi verður Hodgson og hans lið með meiri sköpunargáfur en hingað til."

„Tap er óhugsandi í þessum leik og enska liðið verður að fara að spila eins vel og við teljum að það geti. Upphitunarleikirnir eru að baki hjá Englandi. Það er komið að alvörunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner