fös 24. júní 2016 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pellegrini mun ekki taka við Southampton - Puel líklegastur
Pellegrini mun ekki taka við Southampton
Pellegrini mun ekki taka við Southampton
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfari Man. City, mun ekki taka við sem stjóri Southampton.

Hinn 62 ára gamli Pellegrini var sagður spenntur fyrir starfinu, en félagið er að skoða aðra möguleika.

Frakkinn Claude Puel er nú sagður líklegastur, en hann hætti sem þjálfari Nice í Frakklandi eftir síðasta tímabil.

Ronald Koeman hætti sem þjálfari Southampton fyrr í mánuðinum til þess að taka við Everton. Southampton leitar enn að nýjum þjálfara.

Jurgen Klinsmann, þjálfari Bandaríkjanna, hefur verið nefndur til sögunnar í tengslum við starfið, en hann mun heldur ekki taka við. Eddie Howe, David Moyes og Frank de Boer komu heldur ekki til greina í starfið.

Southampton vonast til þess að ráða nýjan stjóra áður en leikmenn aftur til æfinga í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner