banner
   fös 24. júní 2016 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Gary Martin sá um Ólsara - FH áfram á toppnum
Gary Martin skoraði bæði mörk Víkinga
Gary Martin skoraði bæði mörk Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur fyrri leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla var að ljúka.

Á Víkingsvelli mættust Víkingsliðin tvö, Víkingur úr Reykjavík og Víkingur úr Ólafsvík. Fyrir leikinn vour Reykjavíkur Víkingar með átta stig í 9. sæti á meðan Ólsarar voru með 14 stig í 5. sæti.

Víkingur R. náði foyrstunni þegar Gary Martin skoraði úr víti eftir að brotið var á Arnþóri Inga. Gary var svo aftur á ferðinni aðeins mínútu síðar, 2-0.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í þessum leik og þeir úr Reykjavík höfðu því betur í Víkingsslagnum.

Í Kaplakrika hafði FH svo betur gegn Fylki í bragðadaufum leik.

Eina markið skoraði Steven Lennon beint úr aukaspryrnu í upphafi fyrri hálfleiks og meira var það ekki. FH er því áfram á toppnum og Fylkir áfram á botninum.

Víkingur R. 2 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Gary Martin (´11, víti )
2-0 Gary Martin (´12 )
Lestu nánar um leikinn

FH 1 - 0 Fylkir
1-0 Steven Lennon (´54 )
Lestu nánar um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner