Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 24. júní 2016 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: ÍBV hafði betur gegn botnliðinu
ÍBV vann góðan sigur
ÍBV vann góðan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍBV 2 - 0 ÍA
1-0 Natasha Moraa Anasi (´42 )
2-0 Lisa-Marie Woods (´77 )

ÍBV og ÍA mættust í Vestmanneyjum í fyrri leik dagsins í Pepsi-deild kvenna.

Fyrir leikinn voru bæði lið í mikilli botnbaráttu, en það munaði aðeins tveimur stigum á liðunum í 7. og neðsta sæti deildarinnar.

Heimakonur náðu forystunni þegar Natasha Moraa Anasi skoraði undir lok fyrri hálfleiks og staðan var því 1-0 í hálfleik, ÍBV í vil.

Í seinni hálfleik bætti Lisa-Marie Woods við seinna marki ÍBV og þar við sat, 2-0 sigur heimkvenna staðreynd gegn ÍA.

ÍBV fór upp um eitt sæti með sigrinum og er nú með sex stig. ÍA er áfram á botninum með aðeins eitt stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner