Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júní 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Emil: Höfum ekki ennþá tekið bænastund saman
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson talaði um það eftir tap Íslands gegn Króatíu að mikilvægt væri að halda jákvæðninni og trú á verkefninu á HM.

Ísland verður að vinna Króatíu á þriðjudag og treysta á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu til að komast áfram.

Emil er trúaður og Kolbeinn Tumi Daðason hjá Vísi spurði að því á fréttamannafundi í dag hvort það hjálpi honum og hvort að hann nýti það inn í hópinn.

„Við höfum ekki tekið bænastund ennþá saman," svaraði Emil.

„Ég var að meina að við trúum á verkefnið. Við vorum fljótir að klára þennan Nígeríuleik og það þýðir ekkert að staldra við hann."

„Næsta verkefni er strax á þriðjudaginn. Allir í kring þurfa jákvæðni og jákvæða orku í kringum okkur til að allir fái ennþá meiri trú á verkefninu. Ég held að það geti skipt sköpun."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner