banner
   sun 24. júní 2018 13:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dæmir Króatíu - Ísland en er „sérstakur" að mati Guardiola
Icelandair
Antonio Mateu Lahoz.
Antonio Mateu Lahoz.
Mynd: Getty Images
Búið er að gefa það út að Spánverjinn Antonio Mateu Lahoz muni dæma leik Íslands og Króatíu á þriðjudagskvöld. Ísland þarf að vinna Króatíu og treysta á hagstæð úrslit úr leik Argentínu og Nígeríu til þess að komast áfram í 16-liða úrslit.

Sjá einnig:
Það þarf mikið að detta með okkur í lokaumferðinni

Lahoz er 41 árs gamall og dæmir í spænsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni.

Lahoz getur verið mjög spjaldaglaður og gaf hann árið 2006 sex rauð spjöld í einum leik.

Í apríl var Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mjög ósáttur við Lahoz eftir tap gegn Liverpool í Meistaradeildinni. „Þetta er sérstakur dómari, hann elskar að vera öðruvísi. Þegar allir sjá eitthvað, þá sér hann eitthvað annað."

Við skulum bara rétt vona það að Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, muni ekki segja eitthvað í þessa áttina eftir leikinn á þriðjudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner