banner
   sun 24. júní 2018 13:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í fyrsta sinn sem England skorar fimm í einum leik á HM...
...Og þeir gerðu það á 45 mínútum
Mynd: Getty Images
England er gjörsamlega að ganga frá Panama í fyrsta leik dagsins á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

England skoraði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. John Stones skoraði tvö, Harry Kane var með tvö - bæði úr vítaspyrnu og Jesse Lingard skoraði eitt frábært mark.

Panama hefur lítið annað gert en að væla í dómaranum. Óskar Hrafn Þorvaldsson er sérfræðingur á RÚV í kringum leikinn og hann talaði um það í hálfleik að það væri ekki nóg með að leikmenn Panama væru ekki góðir í fótbolta, þeir væru líka óagaðir.

Seinni hálfleikur var að byrja og er staðan 5-0 fyrir England. Þetta er í fyrsta sinn sem England skorar fimm eða fleiri mörk í leik á HM og þeir náðu þeim áfanga á 45 mínútum gegn Panama.

Ef leikurinn heldur áfram að spila eins og fyrri hálfleikur kláraðist þá mun England líklega vinna með tveggja stafa tölu.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner