Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 24. júní 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Ísland gæti farið áfram á færri spjöldum en Argentína
Ísland ekki fengið spjald ennþá
Icelandair
Ísland mætir Króatíu á þriðjudaginn.
Ísland mætir Króatíu á þriðjudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enginn leikmaður Íslands hefur fengið gult spjald á HM.
Enginn leikmaður Íslands hefur fengið gult spjald á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikil spenna er í D-riðli fyrir lokaumferðina á þriðjudaginn en Ísland, Argentína og Nígería keppast um að fylgja Króatíu áfram í 16-liða úrslitin.

Markatala gildir ef tvö lið verða jöfn að stigum en þar á eftir er farið í innbyrðis viðureignir. Ef Ísland og Argentína vinna bæði á þriðjudaginn enda þau bæði með fjögur stig.

Ef markatalan er alveg sú sama þá er ekki hægt að fara yfir í innbyrðis viðureignir þar sem Ísland og Argentína gerðu 1-1 jafntefli. Markatalan verður til að mynda eins ef Ísland vinnur Króatíu 2-1 og Argentína vinnur Nígeríu 2-0. Þá enda bæði lið með markatöluna 3:4.

Ef markatalan verður sú sama þá er farið eftir háttvísistigum en þar er farið eftir því hvaða lið fá færri gul og rauð spjöld. Ef ennþá er jafnt þar þá mun FIFA draga um það hvaða lið fer áfram.

Ísland með færri spjöld en Argentína
Ísland stendur betur að vígi en Argentína hvað varðar háttvísi. Ísland hefur ekki fengið eitt einasta gula spjald á HM en Argentínumenn hafa fengið þrjú gul spjöld.

„Þetta er bara hluti af leiknum og menn eru ekki mikið að pæla í rauðum spjöldum. Það er að duga eða drepast og þeir sem þurfa að taka á sig spjöld gera það. Síðan kemur þetta í ljós eftir á," sagði Emil Hallfreðsson á fréttamannafundi í dag aðspurður hvort menn hafi spjöldin bakvið eyrað í baráttunni gegn Króötum.

Þrjú rauð spjöld hafa litið dagsins ljós í fjórum leikjum Íslands og Króatíu undanfarin ár.

„Þetta er ekkert sem við höfum spáð í því. Það hefur alltaf verið allt undir þegar þessi lið hafa mæst. Fyrst í umspili fyrir HM, þá var allt undir og þá eiga menn það til að spila alveg að línunni. Við höfum bara fengið eitt rautt og þá varð hann að taka það á sig. Ef það hjálpar liðinu þá eru menn tilbúnir að gera það," sagði Kári Árnason.
Athugasemdir
banner
banner
banner