banner
   sun 24. júní 2018 08:40
Arnar Daði Arnarsson
Kári segir að öllu óbreyttu spili hann í Pepsi eftir HM
Icelandair
Kári Árnason í baráttunni við Ighalo.
Kári Árnason í baráttunni við Ighalo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason varnarmaður íslenska landsliðsins var spurður að því á fréttamannafundi landsliðsins í morgun hvort hann myndi spila í Pepsi-deildinni eftir HM.

Kári samdi við uppeldisfélag sitt, Víking Reykjavík fyrr í sumar en í vikunni greindi tyrkneski vefmiðillinn Sabah.com að BB Erzurumspor hafði mikinn áhuga á að fá íslenska landsliðsmanninn.

„Að öllu óbreytu þá spila ég í Pepsi-deildinni eftir HM, en það er aldrei að vita nema eitthvað gerist," sagði Kári.

Hann var því næst spurður að því hvort hann hafi eitthvað heyrt varðandi áhuga BB Erzurumspor sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni.

„Þið vitið jafn mikið og ég um það," svaraði Kári um hæl.

Hann var síðan spurður að því hvort hann telji sig eiga það mikið eftir á ferlinum að hann gæti spilað með Íslandi á EM eftir tvö ár, ef Ísland kæmist þangað.

„Ég veit ekki um það, í dag líður mér mjög vel. Ég hef spilað þetta eftir eyranu. Ég hef tekið þetta ár frá ári og mér líður vel í dag. Það er það sem ég er að einbeita mér að."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner