sun 24. júní 2018 16:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Kennir seinagangi í Liverpool um hvernig fór með Fekir
Real Madrid og fleiri félög hafa áhuga
Fekir í viðtali.
Fekir í viðtali.
Mynd: Getty Images
Jean-Michael Aulas, forseti Lyon, kennir Liverpool um það hvernig fór með Nabil Fekir söguna. Fekir var sagður á leið til Liverpool en það gekk ekki alveg eftir.

Búist var við því að Fekir myndi ganga í raðir Liverpool fyrir HM, en þegar flestir stuðningsmenn Liverpool biðu í eftirvæntingu eftir leikmanninum kom þessi yfirlýsing frá Lyon.

Aulas segir það Liverpool að kenna að Fekir hafi ekki orðið leikmaður félagsins. „Það var búist við því á einum tímapunkti að hann myndi fara til Liverpool. Ég var búinn að gefa honum grænt ljós. Þetta var of lengi að gerast og því gekk þetta ekki í gegn."

Aulas staðfesti jafnframt að Real Madrid og önnur félög hafi áhuga á Fekir, sem er 24 ára. Hann vonast til að halda honum hjá félaginu en það mun koma allt í ljós síðar.
Athugasemdir
banner