Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júní 2018 18:29
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Noregur: Öruggur sigur Álasund - Aron í sigurliði
Aron Sigurðarson og félagar í Start sigruðu Kristiansund 2-0 í dag
Aron Sigurðarson og félagar í Start sigruðu Kristiansund 2-0 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikið var í norsku úrvalsdeildinni í dag og þar kom einn Íslendingur við sögu.

Aron Sigurðarson lék allan leikinn í 2-0 sigri Start á Kristiansund en lið Arons, Start er áfram í fallsæti þrátt fyrir sigurinn. Markvörðurinn Ingvar Jónsson sat allan tímann á bekknum hjá Sandefjord sem situr á botni deildarinnar, Sandefjord gerði í dag 1-1 jafntefli við Bodoe/Glimt.

Sarpsborg sem ÍBV mætir í forkeppni Evrópudeildarinnar þann 12. júlí á Hásteinsvelli tapaði á heimavelli í dag gegn Tromsö.

Það var einnig leikið í norsku 1. deildinni í dag og þar komu fleiri Íslendingar við sögu.

Orri Sigurður Ómarsson lék allan leikinn í vörn HamKam í 2-0 tapi gegn Viking. HamKam er í 12. sæti norsku 1. deildarinnar með 16 stig.

Álasund lék í dag en þar voru þrír Íslendingar í byrjunarliði, það voru þeir Adam Örn Arnarson, Aron Elís Þrándarson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Álasund sigraði Notodden örugglega, 3-0 en Íslendingaliðið er á toppi norsku 1. deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner