Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júní 2018 17:53
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pepsi-kvenna: Þór/KA sigraði Breiðablik - Jafnt í Eyjum
Sandra María Jessen skoraði tvö mörk í 2-0 sigri Þór/KA á Breiðablik.
Sandra María Jessen skoraði tvö mörk í 2-0 sigri Þór/KA á Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tveimur leikjum er nú ný lokið í Pepsi-deild kvenna, Þór/KA og Breiðablik mættust á Akureyri en ÍBV og Grindavík í Eyjum.

Það var Sandra María Jessen sem sá til þess að Þór/KA tók stigin þrjú í dag en hún skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri. Fyrra markið skoraði hún í fyrri hálfleik eftir sendingu frá Huldu Ósk Jónsdóttur, hún bætti svo við öðru marki sínu undir lok leiksins en Sandra Mayor lagði upp markið.

Þór/KA er því komið á toppinn með 19 stig, Breiðablik er hins vegar í 3. sæti með 18 stig, jafnt Val að stigum sem er með betri markatölu í 2. sæti.

ÍBV og Grindavík mættust á Hásteinsvelli þar sem tvö mörk voru skoruð, loka niðurstaðan þar 1-1 jafntefli. Grindavík var með forystuna í hálfleik en Rio Hardy náði forystunni fyrir gestakonur á 25. mínútu. Caroline Van Slambrouck jafnaði svo metin í upphafi seinni hálfleiks.

ÍBV er í 5. sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig en Grindavík hins vegar sæti neðar með sex stig.

Þór/KA 2 - 0 Breiðablik
1-0 Sandra María Jessen ('30 )
2-0 Sandra María Jessen ('84 )

ÍBV 1 - 1 Grindavík
0-1 Rio Hardy ('25 )
1-1 Caroline Van Slambrouck ('50 )
Athugasemdir
banner
banner
banner