Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   mið 24. júlí 2013 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Suarez má hefja samningsviðræður við Arsenal
Luis Suarez má hefja viðræður við Arsenal samkvæmt vefsíðu breska miðilsins BBC.

Arsenal bauð 40 milljónir og eitt aukalegt pund í Suarez á dögunum sem vakti gremju meðal stjórnenda Liverpool, en tilboðið virkti samningsákvæði sem segir að Liverpool beri að greina Suarez frá tilboðinu og má hann nú hefja samningsviðræður við félagið sem þarf þó að bæta tilboð sitt.

Suarez skoraði 30 mörk í 44 leikjum fyrir Liverpool á síðasta tímabili og vantar Arsene Wenger markaskorara eftir brottför Robin van Persie til Manchester United. Talið er líklegt að Arsenal þurfi að bjóða rúmlega 50 milljónir punda til að fá Suarez.

,,Það er ekkert nýtt að frétta, Suarez er enn leikmaður Liverpool og við lítum á hann sem part af liðinu," sagði Rodgers eftir sigur Liverpool í æfingaleik gegn ástralska liðinu Melbourne Victory.

,,Stuðningurinn sem Suarez hefur fengið frá stuðningsmönnum félagsins er ómetanlegur.

,,Hann hefur misst af mörgum leikjum vegna mismunandi vandamála en fólkið hefur staðið með honum eins og syni og passað upp á hann.

,,Hvað sem gerist næstu vikur þá verður þetta í huga hans því svona stuðningur er eitthvað sem gleymist ekki."

Athugasemdir
banner