Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. júlí 2014 11:30
Elvar Geir Magnússon
Ander Herrera: Leikur sem ég gleymi ekki
Herrera í leiknum í nótt.
Herrera í leiknum í nótt.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Ander Herrera var í sjöunda himni eftir að hafa leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United. Enska stórliðið vann LA Galaxy 7-0 í nótt í vináttuleik í Bandaríkjunum.

Louis van Gaal lék 3-5-2 leikkerfið þar sem Juan Mata og Darren Fletcher veittu Herrera félagsskap á miðjunni.

„Það var draumur að fá að spila í rauða búningnum, ég mun taka þessa treyju með mér hvert sem er," sagði Herrera sem spilaði mjög vel í leiknum.

„Allt liðið naut leiksins og gerði vel. Þetta var fyrsti leikur og við höfum gert góða hluti. Þetta er gott skref og við erum mjög ánægðir."

„Stjórinn sagði við okkur að hann væri mjög ánægður með okkar vinnu og frammistöðu í leiknum en hann vildi sjá okkur bæta spilamennskuna enn frekar. Við þurfum að leggja mikið á okkur. 7-0 eru frábær úrslit en þetta var bara æfingaleikur."


Athugasemdir
banner
banner
banner