fim 24. júlí 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa og Man City með góða sigra
Bruno Zuculini skoraði fyrir Man City
Bruno Zuculini skoraði fyrir Man City
Mynd: Getty Images
Tveimur æfingaleikjum lauk nú rétt í þessu í Bandaríkjunum en Aston Villa sigraði FC Dallas með tveimur mörkum gegn engu á meðan Manchester City lagði Sporting Kansas City að velli, 1-4.

Bruno Zuculini, sem Man City fékk til sín í sumar skoraði fyrsta mark enska meistaraliðsins en það var belgíski varnarmaðurinn Dedryk Boyata sem skoraði annað markið. Aleksandar Kolarov skoraði þá þriðja mark enska liðsins úr vítaspyrnu.

Hinn 17 ára gamli Kelechi Iheanacho skoraði svo fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur því 1-4.

Aston Villa vann þá Dallas 2-0 en Andreas Weimann kom Villa yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Charles N'Zogbia bætti við öðru í byrjun síðari hálfleiks.

Úrslit og markaskorarar:

Sporting Kansas City 1 - 4 Manchester City
0-1 Bruno Zuculini ('3 )
1-1 Charles Sapong ('30 )
1-2 Dedryk Boyata ('45 )
1-3 Aleksandar Kolarov ('72 )
1-4 Kelechi Iheanacho ('88 )

FC Dallas 0 - 2 Aston Villa
0-1 Andreas Weimann ('43 )
0-2 Charles N'Zogbia ('48 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner