Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 24. júlí 2014 22:00
Daníel Freyr Jónsson
Borgunarbikar kvenna: Selfoss í úrslitin í fyrsta sinn
Alexa Gaul var hetja Selfoss.
Alexa Gaul var hetja Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blake Ashley Stockton skoraði bæði mörk Selfoss í leiknum.
Blake Ashley Stockton skoraði bæði mörk Selfoss í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 2 - 2 Selfoss (2-5 eftir vítakeppni)
0-1 Blake Ashley Stockton ('8)
1-1 Carys Hawkins ('38)
1-2 Blake Ashley Stockton ('48)
2-2 Anna Björg Björnsdóttir ('82)

Selfoss er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni eftir sigur á Fylki á útivelli þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Stemningin í Lautinni var mikil enda leikurinn afar fjörugur og skiptust liðin á að skora.

Blake Ashley Stockton gerði bæði mörk Selfoss í leiknum, en Fylkisstúlkum tókst í tvígang að jafna metin. Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir gerðu mörk Fylkis.Staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktía og því var framlengt.

Í framlengingu fengu bæði lið færi til að skora sigurmarkið í leiknum, en inn vildi boltinn ekki og þurfti því að grípa til vítakeppni.

Í vítakeppninni reyndist Alexa Gaul í marki Selfyssinga hetja Sunnlendinga. Hún varði fyrstu þrár spyrnur Fylkis á meðan Selfyssingar nýttu þrjár af fjórum spyrnum sínum. Skoraði Gaul meðal annars úr sinni spyrnu.

Það kemur í ljós á morgun hver andstæðingur Selfoss verður í úrslitaleiknum í ágúst, en þá mætast Breiðablik og Stjarnan í stórleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner