Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 24. júlí 2014 15:50
Daníel Freyr Jónsson
Crystal Palace nældi í Fraizer Campbell (Staðfest)
Fraizer Campbell.
Fraizer Campbell.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace hefur fengið til sín framherjann Fraizer Campbell frá Cardiff.

Kaupverðið nemur 900.000 pundum, en eftir að Cardiff féll úr úrvalsdeildinni í vor varð ákvæði í samningi virkt sem neyddi félagið til að selja hann fyrir þessa upphæð.

Campbell var til mála hjá Cardiff í 18 mánuði eftir að hafa komið frá Sunderland. Skoraði hann sex mörk í 36 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Eru þetta önnur kaup Palace í sumar eftir að félagið fékk markvörðinn Chris Kettings á frjálsri sölu frá Blackpool.
Athugasemdir
banner
banner