,,Það er gaman að búa til sögu á Selfossi, frábært að vinna þennan leik. Þó þetta hafi farið í vító var fínt að við kláruðum þetta þar," sagði Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfoss eftir að liðið vann Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 5 Selfoss
Dagný tók fyrstu vítaspyrnuna í vítaspyrnukeppninni og Þóra Björg Helgadóttir markvörður Fylkis varði frá henni. Þóra tók svo aðra spyrnuna en Alexa Gaul markvörður Selfoss varði frá henni.
,,Þóra las mig en ég vissi hvernig Þóra myndi skjóta og var búin að segja Alexu það. Ég vonaði að Þóra myndi skjóta í hornið sem Alexa myndi skjóta í."
Dagný er á leið til Bandaíkjanna í nám og óljóstl hvort hún megi spila úrslitaleikinn.
,,Valur fór í bikarúrslit náði ég honum ekki svo Gunni (Borgþórs þjálfari Selfoss) þarf að díla við þjálfarann minn úti og ef hann nær því í gegn þá kem ég heim og annars ekki."
Athugasemdir