banner
   fim 24. júlí 2014 21:42
Daníel Freyr Jónsson
Evrópudeildin: Draumamark Atla Jó skaut Stjörnunni til Póllands
Stjarnan er komin áfram.
Stjarnan er komin áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemningin í Garðabæ var frábær.
Stemningin í Garðabæ var frábær.
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Stjarnan 3 - 2 Motherwell
0-1 Steven Hammell ('11)
1-1 Ólafur Karl Finsen ('37, víti)
1-2 Lionel Ainsworth ('66)
2-2 Rolf Toft ('85)
3-2 Atli Jóhannsson ('113)

Stjarnan er komin áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir ótrúlegan en jafnframt stórkostlegan 3-2 sigur á skoska úrvalsdeildarliðinu Motherwell í kvöld.

Leikurinn fór í framlengingu þar sem staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2, en það var jafnframt sama niðurstaða og þegar liðin mættust í Skotlandi í síðustu viku.

Steven Hammell og Lionel Answorth gerðu mörk Motherwell í leiknum, en Ólafur Karl Finsen skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Var það þriðja mark hans af punktinum í viðureigninni.

Rolf Toft gerði síðan allt vitlaust á Samsung-vellinum þegar hann jafnaði metin á 85. mínútu.

Því var framlengt og var ljóst að tímabilið í Skotlandi er ekki í hámarki þar sem leikmenn Motherwell virtust búnir á því og var Stjarnan sterkari aðilinn.

Það var síðan miðjumaðurinn Atli Jóhannesson sem skaut Stjörnunni áfram með einu besta marki sem íslenskur leikmaður hefur skorað í Evrópukeppni. Tók hann boltann á lofti og þrumaði honum af löngu færi, í slánna og inn.

Stjörnunni bíður verðugt verkefni þar sem liðið mun mæta pólska stórliðinu Lech Poznan í 3. umferð forkeppnarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner