Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 24. júlí 2014 14:56
Daníel Freyr Jónsson
Frank Lampard til New York (Staðfest)
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Twitter
Frank Lampard er genginn í raðir hins nýstofnaða New York City FC sem mun leika í MLS-deildinni á næsta ári.

New York er í eigu Englandsmeistara Manchester City og er það á fullu að sanka að sér leikmönnum þessa stundina.

Félagið hefur meðal annars fengið spænska framherjann David Villa, en með komu Lampard eru fjórir leikmenn á skrá hjá félaginu,

Lampard er 36 ára gamall og kemur hann til New York á frjálsri sölu eftir að hafa farið frá Chelsea í sumar. Þar vann hann allt sem í boði var á 13 ára ferli og er hann lifandi goðsögn í augum stuðningsmanna félagsins.

„Chelsea á stað í mínu hjarta en New York er félag sem hentar mér fullkomlega á þessum tímapunkti," sagði Lampard eftir undirskriftina.

„Þetta er mjög spennandi verkefni, ég hef séð langtímamarkmið félagsins og ég vil taka þátt í því. Ég vil halda áfram að takast á við nýjar áskoranir. Þetta var rétti tíminn fyrir mig og Chelsea að ég myndi færa mig um set."

„Ég er komin í frábæra borg og ég vil sýna fólki að ég á enn nóg á tanknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner