Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. júlí 2014 10:14
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Heiðar í Häcken (Staðfest)
Gunnar á 24 landsleiki að baki fyrir Ísland.
Gunnar á 24 landsleiki að baki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skrifað undir samning við Häcken í Svíþjóð en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Fram kemur að vonast sé til að hann geti spilað gegn Djurgarden á mánudag en Häcken situr í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá toppliði Malmö eftir 15 umferðir.

Gunnar er Eyjamaður sem lék síðast með Konyaspor í Tyrklandi en kemur til Häcken á frjálsri sölu. Hann skoraði eitt mark í þeim tólf leikjum sem hann spilaði í Tyrklandi.

Gunnar þekkir sænska boltann vel enda varð hann markakóngur með Halmstad tímabilið 2005 og lék með Norrköping 2011-2013.

Þá hefur hann leikið með ÍBV, Hannover, Vålerenga, Fredrikstad, Esbjerg og Reading.

„Mér líst geysilega vel á mig hjá Häcken og nú er ég loksins kominn í topplið. Mér hefur gengið vel sjálfum með liðum í Svíþjóð en ekki verið áður verið í liði í toppbaráttu," sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner