,,Ég er illa sáttur, ég er ekki búinn að brjóta þetta blað, það eru stelpurnar fyrst og fremst og fólkið sem stendur í kringum liðið og allir þessir mörg hundruð áhorfendur sem komu hérna í dag," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Borgunarbikarsins með sigri á Fylki leik sem réðist í vítaspyrnukeppni í kvöld.
,,Þetta er bara geðveikt, bara æðislegt," sagði hann. ,,Mér fannst við koma hrikalega vel stemmdar og sterkar inn í leikinn bæði í fyrri og seinni hálfleik.Þær ná að koma sér innn í leikinn með baráttu og sínum leikstíl. Þær eru með þrususgott lið, sterkar og aggressívar og ná að skora tvö mjög góð mörk, sérstakleg seinna markið, skotið fyrir utan teig. Í framlengingunni fannst mér þetta vera að fjara og ekkert að gerast hjá hvorugu liði."
Úrsltin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul markvörður Selfoss varði þrjú víti og skoraði úr einu.
,,Við vitum hvað við erum með hrikalega öflugan markvörð, hún er ekkert að fara að láta skora á sig af 9 metra færi. Þetta er alltof langt. Svo skorar hún sjálf, alveg ísköld. Hún er flott."
Athugasemdir