Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 24. júlí 2014 23:54
Karitas Þórarinsdóttir
Gunni: Með hrikalega öflugan markvörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er illa sáttur, ég er ekki búinn að brjóta þetta blað, það eru stelpurnar fyrst og fremst og fólkið sem stendur í kringum liðið og allir þessir mörg hundruð áhorfendur sem komu hérna í dag," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Borgunarbikarsins með sigri á Fylki leik sem réðist í vítaspyrnukeppni í kvöld.

,,Þetta er bara geðveikt, bara æðislegt," sagði hann. ,,Mér fannst við koma hrikalega vel stemmdar og sterkar inn í leikinn bæði í fyrri og seinni hálfleik.Þær ná að koma sér innn í leikinn með baráttu og sínum leikstíl. Þær eru með þrususgott lið, sterkar og aggressívar og ná að skora tvö mjög góð mörk, sérstakleg seinna markið, skotið fyrir utan teig. Í framlengingunni fannst mér þetta vera að fjara og ekkert að gerast hjá hvorugu liði."

Úrsltin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul markvörður Selfoss varði þrjú víti og skoraði úr einu.

,,Við vitum hvað við erum með hrikalega öflugan markvörð, hún er ekkert að fara að láta skora á sig af 9 metra færi. Þetta er alltof langt. Svo skorar hún sjálf, alveg ísköld. Hún er flott."
Athugasemdir
banner
banner