Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. júlí 2014 06:00
Arnar Daði Arnarsson
Hekla og Selja framlengja hjá Fylki
Frá undirskriftinni.
Frá undirskriftinni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hranfnhildur Hekla Eiríksdóttir er búin að framlengja samning sinn út tímabilið 2016 en Hekla eins og hún er kölluð er búin að spila 182 leiki fyrir félagið og marga þeirra sem fyrirliði.

Hekla sem byrjaði að spila með meistaraflokki 16 ára gömul hefur spilað 3 landsleiki með U-19 en hún er fædd árið 1988.

Selja Ósk Snorradóttir sem kom til Fylkis fyrir þetta tímabil er einnig búin að framlengja samning sinn út 2015. Selja sem er fædd 1992 kom frá KR og hefur tekið þátt í öllum leikjum Fylkis í deild og bikar á þessu tímabili.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Fylki en stefnan er að framlengja við fleiri leikmenn á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner