Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 24. júlí 2014 01:30
Brynjar Ingi Erluson
Lamela með tvö í sigri Tottenham - Borriello sá um Liverpool
Marco Borriello skoraði sigurmark AS Roma
Marco Borriello skoraði sigurmark AS Roma
Mynd: Getty Images
Tveimur æfingaleikjum var að ljúka nú rétt í þessu en AS Roma sigraði Liverpool á meðan Tottenham lagði Toronto með þremur mörkum gegn tveimur.

Tottenham lagði Toronto að velli með þremur mörkum gegn tveimur. Erik Lamela kom Tottenham í tveggja marka forystu og stóðu leikar þannig í hálfleik.

Andre Wiedman og Jordan Hamilton jöfnuðu metin fyrir Toronto en Andros Townsend sá til þess að Tottenham náði í sigur.

AS Roma sigraði Liverpool með einu marki gegn engu á Fenway Park. Völlurinn var hreint út sagt skelfilegur enda notaður aðallega í hafnabolta. Liðin sköpuðu lítið sem ekkert í fyrri hálfleik en spennan varð aðeins meiri í þeim síðari.

Philippe Coutinho var öflugur í liði Liverpool á meðan Francesco Totti, fyrirliði Roma, lék listir sínar fyrir Roma og skapaði færi fyrir ítalska liðið. Aðeins eitt mark skildi liðin að en Marco Borriello skoraði það eftir slæm mistök hjá leikmönnum Liverpool.

Úrslit og markaskorarar:

AS Roma 1 - 0 Liverpool
1-0 Marco Borriello ('90 )

Toronto 2 - 3 Tottenham Hotspur
0-1 Erik Lamela ('16 )
0-2 Erik Lamela ('40 )
1-2 Andrew Wiedeman ('65 )
2-2 Jordan Hamilton ('73 )
2-3 Andros Townsend ('85 )
Athugasemdir
banner
banner