Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 24. júlí 2014 17:05
Magnús Már Einarsson
Rory Delap þjálfar á Íslandi - „Menn með fótboltaæði hér"
Rory Delap.
Rory Delap.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Delap grýtir boltanum inn á völlinn í leik með Stoke.
Delap grýtir boltanum inn á völlinn í leik með Stoke.
Mynd: Getty Images
Innkastarinn Rory Delap hefur lagt skóna á hilluna en hann þjálfar í dag 3. flokk Derby County sem tekur þessa dagana þátt í Rey Cup í Laugardalnum.

,,Okkur var boðið á mótið og við höfum verið hrifnir af þessu hingað til. Skipulagið hefur verið frábært og það eru mörg góð lið hér," sagði Delap í viðtali við Fótbolta.net í dag fyrir leik Derby og Þróttar.

,,Menn eru með fótboltaæði hér og það er gaman að sjá það. Héðan hafa komið góðir leikmenn sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni eins og (Hermann) Hreiðarsson og (Eiður Smári) Guðjohnsen. Það er grunnur fyrir Ísland og vonandi verður landsliðið ennþá betra á komandi árum."

Sá hæfileikana hjá Eiði hjá Stoke
Delap lék með Stoke frá 2007 til 2013 en þar var Eiður Smári Guðjohnsen liðsfélagi hans um tíma.

,,Ég þekki hann nokkuð vel. Hann var frábær leikmaður hjá Chelsea og Barcelona. Hann var að ljúka ferlinum hjá Stoke og lenti í meiðslum en hæfileikarnir voru ennþá til staðar."

Delap hefur aldrei áður komið til Íslands en hann kann vel við land og þjóð. ,,Þetta er eitt af fáum Evrópulöndum sem ég hef ekki ennþá komið til. Það er frábært að vera hér. Þetta er yndislegt land og veðrið er líka gott."

Kennir ekki innköstin
Á ferli sínum var Delap langþekktastur fyrir gríðarlega löng innköst en hann lagði upp ófá mörkin fyrir Stoke með löngum köstum sínum. Hann segist ekki ætla að kenna leikmönnum Derby löngu innköstin.

,,Ekki í augnablikinu. Þeir báðu mig um það en ég er of gamall til þess og þess vegna hætti ég. Þetta var hluti af leiknum mínum en ég mun ekki koma með það inn í þjálfunina."

Vill ekki verða knattspyrnustjóri
Delap er 38 ára gamall en hann er að hefja þjálfaraferil sinn hja Derby. Hann stefnir á frekari þjálfun í framtíðinni þó að það heilli ekki að gerast knattspyrnustjóri.

,,Ég byrja í akademíunni og tek þjálfarastigin. Vonandi get ég fengið að þjálfa aðallið einhversstaðar eftir nokkur ár. Ég er ekki spenntur fyrir því að vera knattspyrnustjóri út af umboðsmönnum og svoleiðis þáttum. Vonandi get ég samt verið í þjálfaraliði hjá liði í ensku úrvalsdeildinni," sagði Delap að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner