Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. júlí 2014 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Siggi Dúlla: Skotarnir fá ríflegan skammt af miðum
Siggi Dúlla er vel undirbúinn fyrir kvöldið.
Siggi Dúlla er vel undirbúinn fyrir kvöldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Silfurskeiðin á fyrri leik liðanna í Skotlandi.
Silfurskeiðin á fyrri leik liðanna í Skotlandi.
Mynd: Kerry Roberts
Stjarnan tekur á móti skoska liðinu Motherwell í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli í Skotlandi.

Uppselt var á leikinn á innan við sólarhring en Samsung-völlurinn í Garðabæ tekur einungis 1022 manns í sæti. Þar af verða 160 stuðningsmenn Motherwell.

Gert er ráð fyrir því að 100-200 stuðningsmenn Motherwell komi til landsins sem ekki eru með miða á leikinn.

Þeir óskuðu eftir að fá 200-300 miða frá okkur sem er 20-30% miðana sem voru í boði. Við létum þá fá 16% sem er 11% meira en UEFA ráðleggur félögum að gera. Þeir eru því að fá ríflega sinn skammt," sagði Sigurður Sveinn Þórðarson starfsmaður Stjörnunnar. Hann segir að engar sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar varðandi þá stuðningsmenn sem mæta sem ekki eru með miða.

,,Bæði við og lögreglan eru meðvitaðir um þetta. Við erum ekki með fasta tölu á hve margir stuðningsmenn koma til landsins. Margir voru búnir að bóka ferðir áður en það kom í ljós hversu marga miða þeir fengu," sagði Siggi dúlla sem segir að Stjarnan sé ekki með fasta tölu hversu margir stuðningsmenn Motherwell koma til landsins, enda margir að ferðast til landsins í dag.

,,Silfurskeiðin og stuðningsmenn Motherwell mæta á All-in í Hafnarfirði og því verður staðurinn þétt setinn.Við höfum komið því á framfæri við Skotana að leikurinn sé í beinni á Stöð 2 Sport og gefið þeim upp heimilsfangið á All-in og þeir sem eru ekki með miða á leikinn fara líklega þangað og horfa á leikinn þar," sagði starfsmaður og liðstjóri Stjörnunnar, Siggi dúlla.
Athugasemdir
banner