Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 24. júlí 2014 16:44
Magnús Már Einarsson
Steven Lennon á leið í Pepsi-deildina - FH og KR hafa áhuga
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon, fyrrum framherji Fram, er líklega á leið í Pepsi-deildina á nýjan leik. Lennon gekk til liðs við Sandnes Ulf í Noregi fyrir ári síðan en Skotinn er líklega á leið aftur til Íslands.

FH og KR hafa bæði áhuga á að fá Lennon í sínar raðir en Aftenbladet greinir frá þessu í dag.

,,Bæði félög hafa áhuga og hafa spurt Sandnes Ulf um verðmiðann," sagði Lennon við Aftenbladet.

,,Þetta er góður möguleiki að mínu mati. Þetta eru stærri félög en Sandnes Ulf þó að norska úrvalsdeildin sé auðvitað sterkari en sú íslenska. Ég reikna með að samkomulag verði klárt fyrir helgi eða eftir leikinn gegn Strømsgodset (á laugardag)."

Lennon hefur skorað tvö mörk í fimmtán leikjum með Sandnes Ulf á þessu tímabili en liðið er á botni norsku úrvalsdeildarinnar með tíu stig. Lennon er ósáttur við að spila á kantinum hjá félaginu.

,,Ég var fenginn til félagsins sem framherji eða til að spila fyrir aftan framherjann. Þar spilaði ég fyrstu tvo leiki mína og við unnum þá báða en síðan þá hef ég verið settur á kantinn," sagði Lennon.

,,Það er ekki létt að spila á kantinum í liði sem tapar svona mikið og þar sem ég þarf að eyða svona miklum tíma í varnarvinnu. Þetta er ekki mín staða heldur."

,,Á Íslandi veit ég að kem til með að spila meira frammi og ef ég stend mig vel þar þá opnar það kannski aftur möguleika hjá norsku félagi."

Athugasemdir
banner
banner
banner