Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. júlí 2014 23:07
Jóhann Óli Eiðsson
Toft varð brátt í brók
Toft yfirgaf völlinn af náttúrulegum ástæðum
Toft yfirgaf völlinn af náttúrulegum ástæðum
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Glöggir áhorfendur tóku eftir því að um leið og flautað var til hálfleiks í framlengingu Stjörnunnar og Motherwell þá tók danski framherjinn Rolf Toft strauið á búningsklefann. Þegar flautað var til leiks á ný var Toft ekki inn á vellinum og kom Heiðar Ægisson inn á í hans stað skömmu síðar.

Menn veltu ástæðu fjarveru Toft fyrir sér og komust flestir að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði fengið svona heiftarlega í magann. Í spjalli eftir leik staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson þær kenningar.

„Hann fékk bara eitthvað helvíti í magann! Hann þurfti að fara að skíta þarna í hálfleiknum og náði bara ekki til baka þannig við urðum að skipta honum útaf. Hann var búinn að vera með krampa í maganum, leið ekki vel og gat varla hlaupið. Svona er lífið,“ sagði Rúnar Páll.
Athugasemdir
banner
banner